Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrennt handtekið vegna innbrota í Garði og Vogum
Föstudagur 13. október 2006 kl. 09:08

Þrennt handtekið vegna innbrota í Garði og Vogum

Á dagvaktinni í gær hjá lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um þrjú innbrot í fyrirtæki í umdæmi lögreglunnar.  Eitt af þeirra var í Garði þar sem stolið var borðtölvu, annað í Vogum þar sem stolið var fartölvu, borðtölvu og myndavél og það þriðja í Golfskálann á Vatnsleysuströnd þar sem stolið var handrafmagnsverkfærumverkfærum.  Þrennt var handtekið vegna gruns um verknaðinn og er málið í rannsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024