þrennt handtekið á Reykjanesbraut
Sá orðrómur gengur nú fjöllum hærra hjá íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins að enn frekari uppsagnir séu fyrirhugaðar á næstunni og er talað um að frekari niðurskurðartillögur komi upp á yfirborðið í desember eða janúar. Starfsmenn á vellinum ræða um að allt að 100 manns verði sagt upp störfum á tímabilinu frá mars og fram í júní á næsta ári. Ef fleiri starfsmönnum verður sagt upp störfum þurfa þeir að hætta fyrir 1. október á næsta ári. Orðrómurinn er sterkur og eru margir starfsmenn uggandi um sinn hag. Svo er bara spurning hvort fólki verður sagt upp með hvelli eða hvort samráð verði haft við íslensk stjórnvöld eða stéttarfélög þar sem samráð yrði haft ef til uppsagna kemur.