Þrennt á sjúkrahús eftir árekstur
- í Grindavík um helgina.
Þrennt var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur tveggja bifreiða í Grindavík um helgina. Atvikið bar að með þeim hætti að bifreið var ekið yfir biðskyldu inn á Ægisgötu með þeim afleiðingum að hún rakst á aðra bifreið sem ekið var eftir Hafnargötu. Ökumaður og tveir farþegar fyrrgreindu bifreiðarinnar voru fluttir til skoðunar hjá lækni.