ÞRENNT Á SJÚKRAHÚS
Harður árekstur varð á Reykjanesbrautinni skammt vestan Grindavíkurvegar sl. fimmtudag er bifreið er ekið var vestur Reykjanesbraut fór yfir á rangan vegarhelming og rakst á bifreið á leið í gagnstæða átt. Þrennt var í bifreiðunum og voru allir fluttir á sjúkrastofnanir, tvennt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einn á sjúkrahús varnarliðsins.