Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þrengir að bókasafninu
Miðvikudagur 13. mars 2019 kl. 02:40

Þrengir að bókasafninu

Jákvæð umræða um lestur skiptir máli og hefur skilað sér í auknum lestri á bókum hjá Bókasafni Reykjanesbæjar sem fagnaði 60 ára afmæli á síðasta ári. Síðasta sumar var aukin umræða um lestur og mikilvægi hans sem leiddi til aukinna útlána á barnabókum.
 
Hástökkvari ársins 2018 var Rafbókasafnið með 55% aukningu útlána. Áfram fjölgar gestakomum á safnið og öflug þátttaka bæjarbúa hefur verið á viðburðum í bókasafninu. Heildarútlán jukust lítillega á árinu í Bókasafni Reykjanesbæjar.
 
„Verulega hefur þrengt að aðstöðu Bókasafns Reykjanesbæjar en brýn þörf er fyrir bættu rými fyrir gesti safnins og starfsmenn þess,“ segir í síðustu fundargerð menningarráðs Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024