Þrengingar á Reykjanesbraut
Á morgun föstudag 21.6 verður umferð um Reykjanesbraut þrengd niður í eina akrein frá kl 8:00 og fram yfir hádegi laugardaginn 22.6.
Þrengingin hefst á Strandarheiði og endar við brú yfir Vatnsleysustrandarafleggjara. Þrengingin er á vegkaflanum til norðurs á ytri akrein en umferð verður um innri akrein.
Hraði verður tekinn niður í 50 á kaflanum en umferð ætti að geta gengið eðlilega fyrir sig.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.