Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þremur lóðum úthlutað í Helguvík
Miðvikudagur 8. febrúar 2006 kl. 17:05

Þremur lóðum úthlutað í Helguvík

Þremur lóðum var úthlutað á athafnasvæðinu í Helguvík á fundi Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar í lok janúar. Þorsteinn Erlingsson, formaður ráðsins, segir að mikil ásókn sé í lóðirnar.

Þau fyrirtæki sem fengu lóðir eru Almenna Byggingarfélagið ehf., Hýsir ehf. og Mest ehf., en umsókn fyrirtækisins JHS um lóð undir fiskþurrkun var hafnað af umhverfisástæðum.

Þá var umsókn SEES um námuvinnslu í Helguvík samþykkt.

Sérstaka athygli vekur umsókn Mest ehf., en það er nýtt fyrirtæki á sterkum grunni. Það varð til við samruna Merkúr og Steypustöðvarinnar og ætlar að opna verslunarhúsnæði í Helguvík. Mest höndlar m.a. með hellur og
annars konar steypu- og járnvörur.

„Það hefur verið mikill áhugi á lóðunum,“ sagði Þorsteinn. „Það er meðal annars vegna þess að lóðirnar eru alveg tibúnar og er hægt að hefja framkvæmdir tafarlaust.“

VF-mynd/Þorgils: Frá framkvæmdum við lóð í Helguvík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024