Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þremur bílum stolið um helgina
Sunnudagur 2. febrúar 2003 kl. 10:20

Þremur bílum stolið um helgina

Þremur bílum var stolið í Reykjanesbæ um helgina, einum í nótt og tveimur í fyrrinótt, samkvæmt lögreglunni í Keflavík. Allir bílarnir eru komnir í leitirnar, misjafnlega farnir þó en einn bíllinn var mikið skemmdur. Málið er óupplýst en ekki er vitað hvort sami aðilinn hafi verið þarna að verki en þó er talið að þau tengist eitthvað.Að öðru leiti var nóttin mjög róleg hjá lögreglu og ekkert um umferðaróhöpp þrátt fyrir leiðindaveður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024