Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrekvirki unnið á Keflavíkurflugvelli
Laugardagur 9. febrúar 2008 kl. 14:10

Þrekvirki unnið á Keflavíkurflugvelli

„Starfsmenn Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar unnu þrekvirki sl. 2 sólarhringa við að halda Keflavíkurflugvelli opnum, ásamt því að bjarga fólki út úr flugvélum Icelandair sem höfðu haldist þar við í eina 5 klukkutíma við flughlað flugstöðvar Leifs Eiríkssonar,  en þá komu galvaskir slökkviliðsmenn þeim til bjargar ásamt rösku starfsfólki öryggisdeildar FMK, að öllum öðrum ólöstuðum þá stóð þetta starfsfólk sig hreint út sagt frábærlega og á heiður skilið“. Þetta segir Sigurjón Hafsteinsson, formaður starfsmannaféalgs Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli í grein á Víkurfrétta-blogginu.

Sigurjón bætir við: „Það er vert að minnast þess í allri umræðunni um sparnað og hagræðingu, að fara skal í slíkt með varúð sértaklega og sér í lagi þar sem öll sú sérþekking sem þetta úrvalsfólk sem hér fyrir ofan er minnst á  hefur yfir að búa kann að glatast ef einhver fljótfærni ræður för, það eitt er deginum ljósara og enginn vill vera ábyrgur fyrir slíku!

Höldum heiðri og viðurkenningu Keflavíkurflugvallar á heimsvísu til staðar hvað varðar öryggi og þjónustu, glötum ekki því sem hefur áunnist heldur bætum í seglin og gerum enn betur.

Kveðja,
Sigurjón Hafsteinsson
Formaður SFFK.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024