Þrefaldur árekstur á Njarðarbraut
Harður árekstur varð á mótum Njarðarbrautar og Fitjabakka í Reykjanesbæ seinni partinn í gær. Þar fór fólksbifreið aftan á aðra sem þaðan endasentist aftan á vörubifreið og skemmdist talsvert. Báðar fólksbifreiðarnar voru dregnar í burtu.
Ökumenn bifreiðanna voru fluttir á Heilbrigðisstofnun til skoðunar en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsli þeirra ekki mjög alvarleg.
VF-mynd/Hilmar Bragi