Þráðlaust net hjá Icelandair

Icelandair undirritar í dag samning við bandaríska tæknifyrirtækið Row 44 um uppsetningu á þráðlausu interneti í flugflota Icelandair. Farþegar Icelandair mun því geta notað eigin tölvubúnað til að tengjast internetinu. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að vinna við þetta hefjist strax í haust og verði lokið haustið 2013. 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				