Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þótti vega að trúverðugleika sínum að taka sæti neðar
Þórólfur með Fannýju og Smára skömmu eftir að úrslit voru kunngerð.
Þriðjudagur 3. október 2017 kl. 09:45

Þótti vega að trúverðugleika sínum að taka sæti neðar

Þórólfur Júlían Dagsson úr Reykjanesbæ sem varð í 3. sæti í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi ákvað strax þegar úrslitin lágu fyrir að segja sig af listanum. Stuttu seinna vildi hann draga þá ákvörðun til baka en það var ekki samþykkt.

Þórólfur sendi eftirfarandi frá sér í kjölfarið: „Þar sem ég sóttist eftir 1.-2. sæti í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi en lenti í þriðja hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig af listanum. Þetta ákvað ég strax eftir að úrslit voru ljós enda fannst mér það vega að trúverðugleika minum að taka sæti neðar en ég hafði sóst eftir. Ég veit nú að ég hefði betur beðið með þessa ákvörðun því fjöldi fólks hafði samband við mig í gær og bað mig um að taka þriðja sætinu því kraftar mínir myndu sannarlega nýtast vel í komandi kosningabaráttu. Ég hafði því samband við kjördæmaráð til að kanna hvort ég gæti dregið þessa ákvörun til baka en ekki var fallist á það.
Fyrri ákvörðum mín stendur því. Ég hef engan veginn sagt skilið við Pírata og ætla í framhaldinu að einbeita mér að sveitastjórnarkosningum sem einnig nálgast og vinna að því að við bjóðum fram sterkan lista í Reykjanesbæ.

Listi Pírata í Suðurkjördæmi verður því þannig skipaður:
1. Smári McCarthy
2. Álfheiður Eymarsdóttir
3. Fanný Þórsdóttir
4. Albert Svan
5. Kristinn Ágúst Eggertsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024