Þota frá KLM lendir á Keflavíkurflugvelli með veikan mann
Farþegaþota frá hollenska flugfélaginu KLM lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 09:41 í morgun, vegna hjartabilunar hjá farþega um borð. Þotan er af gerðinni Boeing 767 og var á leið frá Vancuver í Kanada til Amsterdam í Hollandi. Þegar hún var stödd um 65 mílur NV af Látrabjargi, tilkynnti flugstjórinn að hann þyrfti að lenda í Keflavík vegna þess að 65 ára gamall karlmaður ætti við hjartabilun að stríða.
Flugstjórnarmiðstöðin lét flugvallaryfirvöld á Keflavíkurflugvelli vita og kallaður var til sjúkrabíll til að taka á móti hinum veika farþega og hann var fluttur inn á Landsspítalann i Fossvogi.
Flugstjórnarmiðstöðin lét flugvallaryfirvöld á Keflavíkurflugvelli vita og kallaður var til sjúkrabíll til að taka á móti hinum veika farþega og hann var fluttur inn á Landsspítalann i Fossvogi.