Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þorskurinn berst að landi
Séð yfir höfnina í Sandgerði úr Víkurfrétta-drónanum nú í ljósaskiptunum.
Fimmtudagur 26. janúar 2017 kl. 18:50

Þorskurinn berst að landi

Smábátasjómenn gátu róið í dag og hafa bátarnir verið að koma í land núna seinnipartinn. Alls voru 188 tonn af þorski boðin upp á fiskmörkuðum í dag. Þar fengust 257 krónur fyrir óslægðan þorsk og 295 krónur fyrir slægðan.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin núna síðdegis í Sandgerði þar sem unnið var að löndun. Úti á sundinu má sjá bátana koma í land einn af öðrum. Þá prýðir Sandgerðisviti forgrunninn en myndin er tekin með dróna Víkurfrétta yfir hafnarsvæðinu.
 
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024