Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 29. ágúst 2001 kl. 09:15

Þorskakvóti úr 12.000 tonnum í 400

Þorskakvóti í Sandgerði hefur minnkað úr 10 til 12 þúsund þorskígildistonnum í aðeins 400 tonn á síðasta áratug að því er kemur fram í viðtlai Interseafood.com við Sigurð Val Ásbjarnarsonar, bæjarstjóra. Þessi 400 tonna kvóti sem enn er eftir í bæjarfélaginu er allur skráður á smábáta en á síðustu tíu árum hafa hátt í tugur stórra skipa verið seldur úr bæjarfélaginu. Þrátt fyrir kvótaleysi hafa ný sjávarútvegsfyrirtæki risið en staðsetning bæjarins með tilliti til Keflavíkurflugvallar og gjöful fiskimið í nágrenninu hafa skipt miklu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024