Thorsil fær greiðslufrest í fimmta sinn
Reykjaneshöfn framlengir kyrrstöðutímabil og greiðslufrest
Á fundi stjórnar Reykjaneshafnar var samþykkt samhljóða að Reykjaneshöfn fari fram á við fjárhagslega kröfuhafa hafnarinnar um að framlengja kyrrstöðutímabil frá 15. mars 2016 til og með 15. apríl 2016.
Reykjaneshöfn og Thorsil gerðu jafnframt með sér samkomulag vegna tafa á framgangi lóðar- og hafnarsamnings frá 11. apríl 2014 og ákveðið var að fresta gjalddaga Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum vegna lóðar fyrirtækisins í Helguvík. Thorsil var með frest til 15. mars en þarf nú ekki að greiða gjöldin fyrr en í síðasta lagi 15. maí.