Þorrinn blótaður á Réttinum
Bóndadagur er í dag og fyrsti dagur þorra. Þorramatur er því víða á borðum í tilefni dagsins. Veitingastaðurinn Rétturinn við Hafnargötu 51 er rómaður fyrir sinn þorramat en þar eru í boði þorrabakkar, þorraöskjur og jafnvel heilu þorrablótin.
Í tilefni af þorranum verður Rétturinn með aukaopnun á morgun, laugardag kl. 16:00 til 20:00. Á meðfylgjandi mynd er Magnús Þórisson veitingamaður með myndarlegt þorratrog með sýnishorni af því besta.
VF-mynd: Hilmar Bragi