Þorrablóti Suðurnesjamanna í Garði frestað
Þorrablóti Suðurnesjamanna árið 2021 hefur verið frestað. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Knattspyrnufélagsins Víðis.
Þorrablótið hefur síðustu ár verið eitt stærsta þorrablótið á Suðurnesjum en Knattspyrnufélagið Víðir og Björgunarsveitin Ægir hafa sameinast um veisluna síðustu ár.
Í ljósi ástandsins nú á tímum kórónuveiru þykir ljóst að ekki verður hægt að halda allt að 700 manna þorrablót í Garðinum og því verið slegið á frest til ársins 2022.
„Hlökkum til að fagna á annan hátt þegar Víðir leyfir sem allra fyrst. Hlökkum strax til Þorrablóts 2022,“ segir í tilkynningunni.