Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 23. desember 2002 kl. 08:24

Þorláksmessa fer vel af stað

Þorláksmessa fer vel af stað á Suðurnesjum. Þannig var aðfararnótt Þorláksmessu tíðindalaust hjá lögreglunni í Keflavík og fátt fréttnæmt bar á góma lögreglunnar, að sögn Sigurðar Bergmann varðstjóra hjá Keflavíkurlögreglunni. Þá mátti sjá verlsunareigendur snemma á ferðinnui í morgunsárið að fylla á hillur fyrir stærsta verslunardag ársins.Ekki varð blaðamaður Víkurfrétta var við skötulykt í bænum snemma í morgun, en án efa fer óþefur að stíga upp af pottum þegar líða tekur á morguninn. Öll helstu veitingahús bæjarins bjóða upp á skötu í hádeginu. Þeir sem ekki vilja skötu, geta fengið saltfisk. Svo eru þeir sem ekki leggja það í vana sinn að borða "skemmdan" mat og þeir fara bara á pizzastaði eða pulsuvagna í hádeginu.

Guði sé lof að ekki sé komin á markað 1944 - Kæst skata með kartöflum og tólg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024