Þórir Sævar var dreginn út í leik Landsbankans
Vinningshafi fyrstu viku í ágúst í sumarlaunaleik Landsbankans var Þórir Sævar Kristinsson úr Sandgerði en hann var dreginn út úr þeim hópi ungmenna sem leggja launin sín inn á reikning í Landsbankanum. Landsbankinn hefur dregið vikulega vinningshafa en þeir heppnu fá glæsilega iPod Shuffle tónlistarspilara ásamt 10.000 krónum sem eru lagðar inn á reikning vinningshafa
Það var í vor sem öll ungmenni á aldrinum 13 -20 ára fengu sendan markpóst þar sem sumarlaunaleikur Landsbankans "Spilaðu!" var kynntur.
Myndin: Á myndinni er vinningshafi fyrstu viku í ágúst Þórir Sævar Kristinsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir afgreiðslustjóri Landsbankans í Sandgerði