Þórir Maronsson látinn
Þórir Sævar Maronsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Keflavík lést á Sólvangi í Hafnarfirði 27. mars, áttatíu og fimm ára að aldri.
Þórir starfaði hjá Flugmálastjórn Íslands á Keflavíkurflugvelli sem verkstjóri og varðstjóri í flugafgreiðslu og flugumsjón. Frá árinu 1966 starfaði Þórir hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli og síðar í Keflavík þar sem hann var yfirlögregluþjónn frá 1985 til starfsloka 2002.
Eftirlifandi eiginkona Þóris er Védís Elsa Kristjánsdóttir.
Útför Þóris fer fram frá Fella og Hólakirkju föstudaginn 1. apríl kl. 15:00