Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þorgerður stígur til hliðar
Laugardagur 17. apríl 2010 kl. 11:35

Þorgerður stígur til hliðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hætta sem varaformaður flokksins og víkja tímabundið af þingi. Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar á flokksráðsfundi í Reykjanesbæ í í dag. Hún sagði að trúverðugleiki sinn hefði skaðast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Ég sé að ég hef ekki fyllilega sama traust og ég hef áður notið. Ég hef því eftir mikla umhugsun komist að þeirri niðurstöðu að það sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og sakir standa að ég láti af embætti varaformanns og ég fari í tímabundið leyfi sem þingmaður meðal annars með tilliti til þeirra þingnefndar sem er að fjalla um rannsóknarskýrslunnar," sagði Þorgerður Katrín.


Hún kom víða við í ræðu og sagði meðal annars að hún og Kristján Arason eiginmaður hennar hafi gert mistök með því að þátt í ríkjandi menningu og viðskiptaháttum bankanna. Störf hennar sem stjórnmálamanns í aðdraganda hrunsins hafi einkennst af andavaraleysi.


Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Frétt: www.visir.is