Þörfin aldrei meiri
Suðurnesjadeild Rauða Kross Íslands hefur úthlutað styrkjum til fátækra á Suðurnesjum fyrir hver jól í formi matarúttektar í verslunum gegn úttektarkorti til að gera fólki kleift að halda jól. Á árinu 2007 voru umsóknir um jólastyrk 49 en jólin 2008 á upphafsmánuðum Hrunsins hafði umsóknum fjölgað í 104 og vörðuðu 273 einstaklinga. Alls ráðstafaði sjóður deildarinnar 1,6 milljón króna í verkefnið. Aukningin varð því veruleg á milli ára. Í ár stefnir í enn meiri aukningu en deildin reiknar með allt að 200 umsóknum sem varða um 500 manns. Suðurnesjadeild Rauða Kross Íslands fékk nú fyrir helgi 600 þúsund króna styrk í verkefnið frá Styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar.
---
VFmynd/elg - Forseti Íslands í heimsókn hjá Suðurnesjadeild RKÍ.