Þórey yfir fjármálasvið bæjarins
	Þórey I Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri fjármálasviðs Reykjanesbæjar. Hún var áður fjármálastjóri / framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Reykjanesbæjar.
	
	Þórey er með meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá háskólanum í Bristol í Englandi. Hún hefur áralanga reynslu í stjórnun fjármála, en hún var forstöðumaður fjárhags- og rekstrarsviðs Umhverfisstofnunar í fjögur ár, fjármálastjóri Lánasjóðs ísl. námsmann í tæpt ár og frá febrúar 2008 hefur hún verið fjármálastjóri / framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Reykjanesbæjar.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				