Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þórey nýr fjármálastjóri Bláa Lónsins
Þriðjudagur 12. mars 2013 kl. 08:00

Þórey nýr fjármálastjóri Bláa Lónsins

Þórey G. Guðmundsdóttir hefur hafið störf sem fjármálastjóri Bláa Lónsins hf., en hún starfaði áður hjá Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka sem forstöðumaður fjármálasviðs frá 2004-2011. Nú síðast starfaði hún hjá Samskipum þar sem hún bar ábyrgð á fjárhagsáætlunum, bókhaldi og uppgjörum félagsins og dótturfélaga þess á Íslandi.

Þá starfaði hún sem sérfræðingur á fjármálasviði Íslandsbanka (áður FBA) frá 2000 til 2004 og hjá KPMG á tímabilinu 1995 til 1999. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa Lóninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þórey er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands.  Hún er gift Leifi Eiríkssyni stöðvarstjóra Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli og eiga þau þrjú börn.

Í tilkynningunni segir Þórey þetta vera einstakt tækifæri fyrir sig. „Fyrirtækið er leiðandi í ferðaþjónustu á Íslandi og einnig í framleiðslu og markaðssetningu húðvara og það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í uppbyggingu þessa nýsköpunar- og þekkingarfyrirtækis.“