Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þórdís Ósk ráðin forstöðumaður Súlunnar
Þórdís Ósk Helgadóttir, nýr forstöðumaður Súlunnar.
Föstudagur 16. ágúst 2019 kl. 05:30

Þórdís Ósk ráðin forstöðumaður Súlunnar

Þórdís Ósk Helgadóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður Súlunnar hjá Reykjanesbæ. Tólf hæfir einstaklingar sóttu um starfið en Súlan er ný skrifstofa þar sem ýmsir málaflokkar heyra undir, svo sem atvinnumál, menningarmál, markaðs- og kynningarmál, ferðamál, safnamál og verkefnastjórnun. 

Þórdís Ósk er með BA gráðu í húsgagnaarkitektúr og meistaragráðu í verkefnastjórnun og kemur frá Reykjavík. Í starfi forstöðumanns Súlunnar felst meðal annars ábyrgð á innleiðingu verkefnastjórnunar sem stjórnunaraðferð í starfsemi Reykjanesbæjar, ábyrgð á innleiðingu og vinnu með stefnumótun Reykjanesbæjar á verkefnasviði Súlunnar og efling og samræming á kynningar- og markaðsmálum bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær, 15. ágúst, kom þetta fram: „Meirihluti bæjarráðs samþykkir að ráða Þórdísi Ósk Helgadóttur sem forstöðumann Súlunnar. Margrét Þórarinsdóttir styður tillögu meirihlutans. Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki og Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli sitja hjá.“