Þorbjörn og Grindavíkurbær undirrituðu samstarfssamning
Björgunarsveitin Þorbjörn og Grindavíkurbær undirrituðu með sér samstarfssamning á 112 deginum s.l. laugardag. Samningurinn var þess efnis að Þorbjörn mun koma að umsjón flugeldasýninga, gæslu vegna þrettándagleðinnar og einnig mun björgunarsveitin skipa stórt hlutverk í Sjóaranum Síkáta, sjómannadagsgleði Grindvíkinga, sem og öðrum verkefnum sem upp kunna að koma.
Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og fær björgunarsveitin 3 milljónir króna frá Grindavíkurbæ til umráða á ári hverju yfir samningstímann.
Mynd: Ólafur Ö. Ólafsson, bæjarstjóri Grindvíkur, og Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar, undirrita samninginn s.l. laugardag. Í baksýn er stjórn sveitarinnar ásamt flokkstjórum.
Af vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is