Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þorbjörn í mál við Byr
Mánudagur 1. nóvember 2010 kl. 15:16

Þorbjörn í mál við Byr


Útgerðarfélagið Þorbjörn hf í Grindavík hefur höfðað mál gegn Byr og krefst þess að fá endurgreiddar rúmlega 168 milljónir króna er rekja mál til víxla sem Þorbjörn var í ábyrgð fyrir. Víxlana mátti rekja til kaupa á hlutabréfum, m.a. í Sparisjóðabankanum. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en Byr var þó fyrst stefnt vegna málsins í mars á þessu ári, að því er Sigurbjörn Þorbergsson hrl., lögmaður Þorbjörns hf., greindi Viðskiptablaðinu frá.


Viðskiptablaðið fjallar um málið, sjá hér:
http://www.vb.is/frett/1/62187/i-mal-vid-byr-vegna-deilna-um-vixla

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024