Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þorbjörn hf hlýtur Varðbergið
Fimmtudagur 18. mars 2010 kl. 23:08

Þorbjörn hf hlýtur Varðbergið

Þorbjörn hf. í Grindavík hlaut forvarnarverðlaunin Varðbergið. Verðlaunin hlýtur árlega viðskiptavinur Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM heimsótti Þorbjörn hf í gær og afhenti verðlaun og viðurkenningu og var það Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri framleiðslu- og sölumála, sem tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins.

Fram kom í máli forstjóra TM að forvarnarstarf  Þorbjarnar væri til mikillar fyrirmyndar og það væri svo sannarlega farið að skila sér. Gunnar sagði af þessu tilefni að hann væri ánægður að tekið væri eftir því sem gert væri í Þorbirni því þar hefðu öryggismál skipan stóran sess hin síðari ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frétt og mynd af www.grindavik.is