Þorbjörn fékk milljón frá Vísi
Í tilefni 80 ára afmælis Slysavarnadeildarinnar Þorbjarnar var opið hús í aðstöðu Þorbjarnar á laugadarinn. Þangað komu margir góðir gestir sem heilsuðu upp á afmælisbarnið. Nokkrir komu færandi hendi, þar á meðal Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vísir sem gaf afmælisbarninu eina milljón króna. Veisluborð svignuðu undan kræsingum og þá var hægt að sjá ýmsan búnað úr sögu Slysavarnadeildarinnar.
Nú er unnið að því að taka saman sögu Slysavarnadeildarinnar. Stefnt er að útgáfudegi 24. mars 2011 þegar 80 ár verða liðin frá því að deildin bjargaði 38 mönnum af franska togaranum Cap Fagnet við Hraun, er fluglínutæki voru þar notuð í fyrsta skipti.
Mynd/www.grindavik.is