Þorbjörn fækkar frystitogurum
Þorbjörn hf. í Grindavík vinnur nú að endurskipulagningu útgerðar frystitogara sinna. Einn þeirra verður lengdur og honum breytt og útgerð annars verður hætt. Vegna breytinganna hefur áhöfnum skipanna verið kynnt nýtt skipulag útgerðar þeirra. Endurskipulagningin leiðir til uppsagna áhafna og endurráðningar, vegna breyttrar útgerðar. Langflestir verða endurráðnir og verða tvær áhafnir á hvoru skipi eftir að breytingarnar hafa gengið yfir. Þá hefur fyrirtækið verið að auka vinnslu í landi verulega en hún hefur nær tvöfaldast á fjórum árum. Það er Kvótinn.is, vefur um sjávarútvegsmál, sem greinir frá þessu.
„Verið er að hanna lengingu og breytingar á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni og verður verkið væntanlega boðið út á næstunni,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í samtali við kvotinn.is
Nánar má lesa um málið hér.