Þorbjörg heldur áfram söfnun fyrir HSS
Þó svo ytri öndunarvél og ýmis annar sjúkrabúnaður sé kominn í hús eftir vel heppnaða söfnun sem Þorbjörg Elín Fríðhólm Friðriksdóttir og aðstandendur stóðu fyir, þá á ekki að leggja árar í bát. Þorbjörg ætlar að halda áfram söfnun sinni fyrir tækjabúnaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í samtali við Víkurfréttir sagðist hún hafa fengið áskorun frá fólki um að halda ótrauð áfram og hefur tekið þeirri áskorun.
Reikningsnúmer söfnunar Þorbjargar er 542-14-401515 og kennitalan er: 061051-4579.
Mynd: Þorbjörg Friðriksdóttir í öndunarvélinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi