Þór uppi í landsteinum - myndir
Nýja varðskipið Þór var svo sannarlega uppi í landsteinum þegar skipherrann Sigurður Steinar Ketilsson heiðraði sinn gamla heimabæ í hádeginu.
Skipherrann þeytti skipslúðrana þrisvar sinnum við Vatnsnesið en í fylgdarliði Þórs voru björgunarbátar frá björgunarsveitunum á Suðurnesjum. Þeir fylgdu varðskipinu til Reykjavíkur þar sem móttökuathöfn fór fram.
Tvær efstu myndirnar af Þór tók Einar Guðberg Gunnarsson en neðstu myndina af skarfinum að fylgjast með varðskipinu tók Jón William Magnússon.
Víkurfréttir þakka Einar og Jóni fyrir myndirnar og hvetja jafnframt Suðurnesjamenn til að senda myndir sem eiga erindi á vf.is til blaðsins á póstfangið [email protected].
Skarfurinn fylgist með nýja varðskipinu. Mynd: Jón Willam Magnússon