Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þór í baráttu um pláss í Keflavíkurhöfn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 6. ágúst 2019 kl. 09:27

Þór í baráttu um pláss í Keflavíkurhöfn

Er varðskipið Þór að kanna makrílveiðarnar í Keflavík? Hver veit en alla vega þurfti skipið að berjast um pláss í Keflavíkurhöfn þegar það kom þar að í morgun. Svo heppilega vill til að það er rólegt á makrílveiðum svo það var ekki erfitt.

Myndin sem Einar Guðberg Gunnarsson tók sýnir lítinn makrílbát sem kom til hafnar á sama tíma og eins og sjá má er stærðarmunurinn gríðarlegur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fáir makrílbátar hafa verið við veiðar síðustu daga og ekki mikið fjör í Keflavíkurhöfn. Síðustu daga hafa innan við 10 bátar verið við veiðar.