Þór fær heimahöfn í Reykjanesbæ
Dómsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu Landhelgisgæslunnar um að varðskipið Þór fái heimahöfn í Reykjanesbæ. Stjórn Reykjaneshafnar og Landhelgisgæslan hafa átt í viðræðum síðustu mánuði um málið. Vonast er til að þetta sé fyrsta skrefið í flutningi skipakosts Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar.
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Kristján Jóhannsson, sem situr í stjórn Reykjaneshafnar og frambjóðandi Beinnar leiðar, skrifar á vef Víkurfrétta í dag.