Þór á leið til Keflavíkur
Nýjasta varðskip Íslendinga, Þór, er um þessar mundir statt rétt fyrir utan Helguvík en skipið er á leið sinni til Reykjavíkur. Eftir viðkomuna í Helguvík mun varðskipið hafa stutt stopp utan við Keflavík en skipherra á Þór er Keflvíkingurinn Sigurður Steinar Ketilsson. Þar ætlar skipherrann að heiðra sinn gamla heimabæ. Skipið ætti að vera í Keflavík um klukkan 11.
Varðskipið Þór er 93,80 m að lengd, 16 m breitt og með 120 tonna dráttargetu. Til samanburðar má nefna að varðskipin Ægir og Týr eru 71,15 metrar að lengd, 10 metra breið og með um 56 tonna dráttargetu.
VF-Myndir Eyþór Sæm: Þór fyrir utan Helguvík fyrir skömmu.