Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þolmörkin liggja við sjö fermetra á barn
Þriðjudagur 17. október 2017 kl. 10:00

Þolmörkin liggja við sjö fermetra á barn

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa óskað eftir umræðu í fræðslunefnd Grindavíkur um „Framtíðarsýn um aukna húsnæðisþörf leik- og grunnskóla“. Fræðslunefndin leggur til að horft verði til brúttófermetra þegar mat er lagt á barnafjölda í leikskóla.

Skólastjórar leggja til að æskilegt viðmið verði 7,3 brúttófermetrar á hvert barn og að þolmörk liggi við 7,0 fermetra á barn. Nefndin tekur undir sjónarmið skólastjórnenda leikskóla. Nefndin telur ekki efni til að hrófla við inntökualdrinum en styður þá skilgreiningu að börn þurfi að vera orðin fullra 18 mánaða við upphaf skólastarfs í ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fræðslunefnd telur jafnframt rétt að horfa til brúttófermetra þegar mat er lagt á æskilega stærð skólahúsnæðis. Í því sambandi telur nefndin rétt að miða við að lágmarki 13 brúttófermetra á hvern nemanda skólahúsnæðis.