Þoldi ekki gustinn!
Regnhlífar eru ekki smíðaðar fyrir íslenskt veðurfar. Því fékk fólk við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að kynnast í dag. Utandyra rigndi þessi lifandi ósköp, en það sem fólkið áttaði sig ekki á, var að rigningunni fylgdi talsverður gustur. Regnhlífin hjá þessari ágætu konu þoldi sem sagt ekki gustinn og flettist upp eins og banani.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
.