Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þokuloft við ströndina en léttskýjað síðdegis
Þriðjudagur 29. maí 2012 kl. 09:09

Þokuloft við ströndina en léttskýjað síðdegis

Hæg breytileg átt við Faxaflóa, skýjað og sums staðar þokuloft við ströndina. Austlæg átt 3-8 og léttskýjað síðdegis, en allvíða hafgola á morgun. Hiti 12 til 20 stig síðdegis, hlýjast í innsveitum, en svalara í nótt.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hæg breytileg átt, skýjað og hiti 5 til 10 stig. Austan 3-8 og bjartviðri um hádegi. Hiti 12 til 17 stig að deginum.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag, föstudag, laugardag, sunnudag (sjómannadagurinn) og mánudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað, en sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast inn til landsins en svalara í þokunni.