Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þokuloft í fyrstu – léttir síðan til
Fimmtudagur 11. október 2007 kl. 09:07

Þokuloft í fyrstu – léttir síðan til

 Búist er við stormi sunnan- og vestanlands í kvöld og nótt. Spá: Austan og norðaustan 8-13 m/s austanlands og við norðurströndina, en annars mun hægara. Víða dálítil rigning eða þokusúld, en styttir smám saman upp sunnan- og vestanlands. Vaxandi suðaustátt síðdegis, 18-23 og talsverð rigning sunnan- og vestanlands í kvöld og nóttt. Sunnan 10-18 m/s og víða súld á morgun, en hægara og léttir til á Norður- og Austurlandi. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig, þagar kemur fram á daginn.

Veðurlýsing
Kl. 6 var austlæg átt, 5-10 m/s á norðanverðu landinu, en annars hægari vestlæg átt. Víða var dálítil rigning eða þokusúld, en léttskýjað á Suðausturlandi. Hiti var 0 til 8 stig, hlýjast við Faxaflóa.

Faxaflói
Hægviðri og þokuloft í fyrstu, en léttir síðan til. Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 18-23 og talsverð ringing í kvöld. Sunnan 15-20 og súld á morgun. Hiti 7 til 12 stig.

Veðurhorfur á landinu
Viðvörun: Búist er við stormi sunnan- og vestanlands í kvöld og nótt. Spá: Austan og norðaustan 8-13 m/s austanlands og við norðurströndina, en annars mun hægara. Víða dálítil rigning eða þokusúld, en styttir smám saman upp sunnan- og vestanlands. Vaxandi suðaustátt síðdegis, 18-23 og talsverð rigning sunnan- og vestanlands í kvöld og nóttt. Sunnan 10-18 m/s og víða súld á morgun, en hægara og léttir til á Norður- og Austurlandi. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig, þagar kemur fram á daginn.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægviðri og þokuloft framan af morgni, en léttir síðan til. Hægt vaxandi suðaustanátt og skýjað í dag, 15-20 og rigning í kvöld og nótt. Suðaustan 10-15 og súld með köflum á morgun. Hiti 7 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Suðlæg átt og væta á laugardag, en léttir til austanlands. Snýst í norðanátt og kólnar verulega á sunnudag og mánudag með slyddu og síðar snjókomu norðanlands, en léttir til syðra. Hlýnar aftur á þriðjudag og miðvikudag með suðlægum áttum og vætu sunnan- og vestanlands.

www.vedur.is

 

Mynd: Sólarupprás við Keflavíkurhöfn á níunda tímanum í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024