Þoka í Garðinum
Það eru ekki allir sem njóta sólarinnar og góða veðursins í dag því íbúar í Garðinum fengu þoku í morgun og liggur hún þar ennþá yfir.
Veðurspá fyrir næstu daga er eftirfarandi:
Á laugardag: Suðaustlæg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning eða súld, en bjart fram eftir degi norðaustan- og austanlands. Þokubakkar við norðausturströndina. Hiti 11 til 15 stig, en 15 til 23 stig í innsveitum norðaustanlands.
Á sunnudag: Austlæg átt og rigning eða súld, en skúrir suðvestan- og sunnanlands. Hiti 10 til 18 stig.
Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og rigning eða skúrir, en léttir til sunnan- og vestanlands. Kólnar fyrir norðan, en áfram fremur hlýtt syðra.
Á miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt. Skúrir við norðausturströndina, en annars víða bjart veður. Hlýnandi.
VF-mynd: Atli Már