Þök fjúka í Vogum og Innri Njarðvík
Björgunarsveitir á Suðurnesjum eru þegar komnar í verkefni tengd óveðri. Járn er að fjúka af verbúð í Vogum sem Björgunarsveitin Skyggnir er núna að hemja. Þá eru björgunarsveitarmenn í Reykjanesbæ komnir á ferðina vegna foks á járnplötum í Innri Njarðvík.
Fólki ber að tilkynna fok og annað tengt óveðri til Neyðarlínunnar í síma 112, sem síðan miðlar verkefnum áfram til lögreglu og björgunarsveita.