Þjónustusamningur kynntur fyrir eldri borgurum
Árni Sigfússon bæjarstjóri kynnti í dag fyrir stjórn félags eldri borgara nýjan þjónustusamning um afnot af nýrri félags- og þjónustumiðstöð á Nesvöllum.
Undirbúningur að skipulagi og uppbyggingu á aðstöðu aðstöðunnar hefur staðið yfir í samvinnu við FEB frá árinu 2005 en gert er ráð fyrir að ný aðstaða verði tekin í notkun í mars á næsta ári. Aðstaðan verður með því besta sem gerist á landinu og er það í samræmi við framtíðarsýn Reykjanesbæjar þar sem lögð er áhersla á að bæta þjónustu, aðstöðu og búsetukosti eldri borgara.
Í frétt á vef Reykjanesbæjar kemur fram að aðstaðan muni leysa af hendi húsnæði á ýmsum stöðum í bæjarfélaginu s.s. Selið, Hvamm, Smiðjuna og dagdvöl aldraðra. Tómstundaðastaða eldri borgara verður þá komin á einn stað og í tengslum við fjölbreytta þjónustu á Nesvöllum s.s. öryggisíbúðir, mötuneyti, hjúkrunarheimili og aðra þjónustu s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur og fleira. Við undirbúning verkefnisins var leitað til fyrirmynda erlendis og sérfræðinga jafn innanlands sem utan um bestu leiðir til að byggja upp aðstöðu sem veitir bæjarbúum bestu möguleika til að njóta lífsins á efri árum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar samvinnu sem felst í því að verið er að byggja upp byggðakjarna með 2500 m2 þjónustumiðstöð með útivistarsvæði, ásamt öryggisíbúðum, hjúkrunaríbúðum, sérbýlum og fjölbýlum á svæðinu við Njarðarbraut á milli Stapans og Samkaups.
Í dag kl. 16:00 verður almennur kynningarfundur fyrir eldri borgara þar sem þjónustan verður kynnt frekar.
Reykjanesbær og Stjórn FEB fagna því að nú sé öll starfsemi félagsins og Reykjanesbæjar loks komin á einn stað, þar sem mögulegt verður að byggja upp öflugt starf í framúrskarandi umhverfi og menningu.
Vf-mynd/Þorgils - Bæjarstjóri ásamt stjórn FEB hittust í einni íbúðinni á Stapavöllum í dag
Undirbúningur að skipulagi og uppbyggingu á aðstöðu aðstöðunnar hefur staðið yfir í samvinnu við FEB frá árinu 2005 en gert er ráð fyrir að ný aðstaða verði tekin í notkun í mars á næsta ári. Aðstaðan verður með því besta sem gerist á landinu og er það í samræmi við framtíðarsýn Reykjanesbæjar þar sem lögð er áhersla á að bæta þjónustu, aðstöðu og búsetukosti eldri borgara.
Í frétt á vef Reykjanesbæjar kemur fram að aðstaðan muni leysa af hendi húsnæði á ýmsum stöðum í bæjarfélaginu s.s. Selið, Hvamm, Smiðjuna og dagdvöl aldraðra. Tómstundaðastaða eldri borgara verður þá komin á einn stað og í tengslum við fjölbreytta þjónustu á Nesvöllum s.s. öryggisíbúðir, mötuneyti, hjúkrunarheimili og aðra þjónustu s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur og fleira. Við undirbúning verkefnisins var leitað til fyrirmynda erlendis og sérfræðinga jafn innanlands sem utan um bestu leiðir til að byggja upp aðstöðu sem veitir bæjarbúum bestu möguleika til að njóta lífsins á efri árum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar samvinnu sem felst í því að verið er að byggja upp byggðakjarna með 2500 m2 þjónustumiðstöð með útivistarsvæði, ásamt öryggisíbúðum, hjúkrunaríbúðum, sérbýlum og fjölbýlum á svæðinu við Njarðarbraut á milli Stapans og Samkaups.
Í dag kl. 16:00 verður almennur kynningarfundur fyrir eldri borgara þar sem þjónustan verður kynnt frekar.
Reykjanesbær og Stjórn FEB fagna því að nú sé öll starfsemi félagsins og Reykjanesbæjar loks komin á einn stað, þar sem mögulegt verður að byggja upp öflugt starf í framúrskarandi umhverfi og menningu.
Vf-mynd/Þorgils - Bæjarstjóri ásamt stjórn FEB hittust í einni íbúðinni á Stapavöllum í dag