Þjónustukönnun fyrir Reykjanesbæ unnin af Tækniskólanemum
Reykjanesbær og nemendur við Tækniskóla Íslands hafa gert með sér samkomulag um að unnin verði þjónustukönnun fyrir Reykjanesbæ. Aðferð könnunarinnar heitir SERVQUAL og miðar að því að kanna muninn á veittri þjónustu meðal starfsmanna Reykjanesbæjar og skynjaðri þjónustu meðal íbúa og viðskiptavina Reykjanesbæjar. Þetta hefur ekki verið gert áður hér á landi meðal sveitarfélaga þó svo að þessi aðferð sé þekkt meðal einkafyrirtækja. Nemendur Tækniskóla Íslands hafa skilað inn 1. skýrslu til sveitarfélagsins og eru miklar vonir bundnar við framhaldið. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef Reykjanesbæjar á www.reykjanesbaer.is