Þjónustuhús rís á tjaldsvæði Grindavíkur

Framkvæmdir standa yfir við byggingu þjónustuhúss á tjaldsvæðinu í Grindavík. Húsið verður tekið í notkun næsta vor og mun hýsa ýmsa þjónustu fyrir gesti á tjaldsvæðinu, s.s. salernis- og sturtuaðstöðu ásamt öðru. Kostnaður við bygginguna nemur rúmum 50 milljónum króna. 
Tjaldsvæðið í Grindavík var tekið í notkun í fyrrasumar og hefur aðsókn verið góð. Þar eru 42 stæði fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna á afgirtu og sérhönnuðu svæði. Aðsókn á tjaldsvæðið jókst talsvert á milli ára.
VFmynd/elg – Nýja þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu í Grindavík.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				