Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjónustuheimsóknir Landsbankans í Voga og í Garð
Þriðjudagur 11. september 2012 kl. 16:21

Þjónustuheimsóknir Landsbankans í Voga og í Garð

Líkt og boðað hefur verið mun Landsbankinn áfram veita þeim íbúum í Garði og Vogum sem ekki geta sótt bankaviðskipti út fyrir bæinn, þjónustu í heimabyggð þó dregið verði úr starfsemi bankans á þessum stöðum.

Þar er einkum um að ræða þjónustu við eldri borgara, starfsmenn fyrirtækja sem ekki eiga heimangengt vegna starfa sinna og þá aðra sem ekki geta nýtt sér rafrænar lausnir í bankaviðskiptum.

Bankinn veitir víða um landið þjónustu með sambærilegum þjónustuheimsóknum og hafa þær mælst vel fyrir þar sem þær hafa verið reyndar.

Starfsfólk útibúsins í Reykjanesbæ mun sjá um þjónustuheimsóknir Landsbankans í Voga. Þjónustan verður í Álfagerði, íbúðakjarna aldraðra, að Akurgerði 25 alla mánudaga og miðvikudaga milli kl. 14:00 og 16:00. Hraðbanka verður einnig komið upp í verslun N1 í Vogum. Þar er opið frá 8.30 til kl. 20.00 á kvöldin virka daga, laugardaga frá 10.00 – 20.00 og sunnudaga frá 12.00 -  18.00.

Þjónustuheimsóknir í Garð verða með eftirfarandi hætti:

Starfsfólk útibúsins í Reykjanesbæ og afgreiðslu bankans í Sandgerði mun sjá um þjónustuheimsóknir Landsbankans í Garði. Þjónustan fer fram í afgreiðslu bankans að Sunnubraut 4 alla þriðjudaga og föstudaga milli kl. 14:00 og 16:00. Hraðbanki er fyrir í Garði og aðgangur að honum allan sólarhringinn.

(Fréttatilkynning frá Landsbankanum.)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024