Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þjónustubygging rís á Reykjanesi
Gert er ráð fyrir að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn rísi á milli Reykjanesvita og Valahnúks og verði um 400 fm.
Föstudagur 29. janúar 2016 kl. 06:00

Þjónustubygging rís á Reykjanesi

- Auglýsa eftir áhugasömum aðilum

Stjórn Reykjanes jarðvangs samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að hefja uppbyggingu þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn við Reykjanesvita. Deiliskipulag fyrir svæðið bíður staðfestingar hjá Skipulagsstofnun og samkvæmt því er heimilt að reisa allt að 400 fermetra byggingu á lóðinni sem er á milli Reykjanesvita og Valahnúks.
 
Að sögn Eggerts Sólberg, verkefnastjóra Reykjanes jarðvangs, verður auglýst eftir áhugasömum aðilum til að byggja og reka þjónustumiðstöðina. Hann segir mikla eftirspurn eftir aðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu og þegar verið sé að kynna það fyrir aðilum í ferðaþjónustu sé ætíð spurt um aðstöðuna. „Árlega koma á milli 200.000 og 300.000 ferðamenn á svæðið og það má búast við að fjöldinn verði enn meiri eftir að þjónustumiðstöðin rís,“ segir hann. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar næstkomandi.
 
Á fundinum í gær var tekið fyrir erindi frá óstofnuðu félagi um lóð fyrir þjónustubyggingu við Reykjanesvita. Erindinu var hafnað þar sem auglýsa á eftir áhugasömum aðilum til að uppbyggingar á svæðinu en félagið var hvatt til að sækja um. 
 
Deiliskipulag fyrir Reykjanesvita og nágrenni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024