Þjónusta við börn með geðraskanir felld niður
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ákveðið að fella niður læknisþjónustu við börn með geðraskanir á Suðurnesjum þar sem ekki hafa náðst samningar um greiðslur til stofnunarinnar vegna þessa.
Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri hjá Reykjanesbæ og Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur hjá Fræðsluskrifstofu hafa sent sveitarfélögunum á Suðurnesjum bréf þar sem þeir lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þess samdráttar í þjónustu sem þetta mun leiða af sér.
„Ef svo fer sem horfir þá erum við að hverfa 10 ár aftur í tímann hvað varðar þjónstu við börn með geðraskanir á Suðurnesjum,“ sagði Gylfi Jón Gylfason í samtali við VF.
Sjá nánar í Víkurfréttun á morgun.