Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjónusta Strætó við Vogamenn hefur versnað til mikilla muna
Miðvikudagur 27. desember 2023 kl. 06:08

Þjónusta Strætó við Vogamenn hefur versnað til mikilla muna

Málefni almenningssamgangna og samnings Sveitarfélagsins Voga við Vegagerðarinnar um framkvæmd akstursleiðar 87 sem á að tryggja tengingu sveitarfélagsins við akstursleið 55 var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs í Vogum. Samningurinn var gerður í árslok 2021 og gildir til ársloka 2023.

Í afgreiðslu bæjarráðs Sveitarfélagins Voga segir: Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga kallar eftir því að almenningssamgöngur í Vogum verði bættar til muna og íbúar í sveitarfélaginu fái notið að lágmarki sambærilegrar þjónustu og íbúar annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum, m.a. hvað snertir tíðni og tímasetningu ferða sem tengjast akstursleið 55. Eins og staðan er í dag njóta íbúar í sveitarfélaginu til að mynda engrar þjónustu á kvöldin og um helgar og því óraunhæft að ætla að þeir geti treyst á almenningssamgöngur í sínu daglega lífi, hvort sem er til að sækja vinnu, nám eða í öðrum tilgangi. Þá kallar bæjarráð eftir því að Vegagerðin láti gera úttekt á framkæmd og áreiðanleika þjónustu leiðar 55 sem á síðustu mánuðum og misserum hefur versnað til mikilla muna með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa svæðisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja viðræður við Vegagerðina um að framkvæmd leiðar 87 verði boðin út og leiðarkerfi og tímaáætlun verði samræmd við fyrirkomulag annarra akstursleiða á Suðurnesjum með það að markmiði að efla þjónustuna og tryggja að íbúar í Vogum geti nýtt sér almenningssamgöngur sem áreiðanlegan samgöngumáta í sínu daglega lífi.