Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þjófur handsamaður bak við barborð
Sunnudagur 23. janúar 2005 kl. 12:02

Þjófur handsamaður bak við barborð

Maður var staðinn að þjófnaði á veitingahúsinu Strikinu/Casino í nótt. Kom starfsfólk að honum fyrir innan barborð þar sem hann var búinn að opna peningakassa og taka úr honum 4500 krónur.

Nokkur ölvun var og erill var hjá lögreglu í gær. Einn gisti fangageymslu en lögreglumenn fundu hann sofandi á Kirkjuvegi.
Þá bárust þrjú hávaðaútköll í heimahús.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024